Vikulega fréttum við af óseðjandi græðgi. Slitastjórnir banka eru sífellt undrunarefni. Hækka laun sín 50% milli ára og einstakir stjórnarmenn taka allt að sjö milljónir króna á mánuði. Þetta er helsjúkt, en samt var engum lögum breytt um þetta efni í fjögur ár vinstri stjórnar. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur nefnir í Skessuhorni annað dæmi frá Stykkishólmi, sem er auglýstur gamall menningarbær. Samt eru leyfðir spíttbátar og skiltaskógar, svo og sjoppa við minnisvarða látinna sjómanna. Fyrirtæki í ferðaþjónustu nota erlend heiti, Harbour Hostel og Ocean Safari. Græðgin rýrir söluvöruna.