Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, afsakar sig í grein í Mogganum í dag. Segist ekki hafa vitað, um hvað hann var að skrifa. Hann hafði tekið að sér, með Richard Portes, að gera lítið úr viðvörunum Robert Wade prófessors. Í greininni kennir Friðrik bönkunum um að hafa gefið rangar upplýsingar. Svona einfalt er það ekki, Friðrik Már. Hagfræðingar eiga að vinna vinnuna sína, áður en þeir skjóta niður sendiboða válegra tíðinda. Friðrik Már og Portes tóku að sér að vera byssumenn guðs volaðrar ríkisstjórnar. Friðrik er sagður vera efnahagsráðgjafi hennar. Þar hæfir svo sannarlega skel kjafti.