Friðrik Már Baldursson prófessor segir afslátt af höfuðstól íbúðalána nýtast sízt þeim, sem mest þurfa hann. Það eru þeir, sem hafa lágar tekjur og háar skuldir. Tekjur undir 250.000 krónum á mánuði. Ef þeim væri hjálpað, mundi aðgerðin kosta bara brot af því, sem samtök óráðsíufólks vilja. Hinir hafa miklar tekjur og geta staðið undir háum greiðslum. Sumu af tekjulága fólkinu þarf að hjálpa í gjaldþrot án eftirmála. Friðrik Már vill leysa vandamál hinna í tekjulága flokknum með vaxtabótum. Sjaldgæft er að heyra talað af viti um vanda, sem fávísir pólitíkusar kasta milli sín sem heitri kartöflu.