Friðrik V er kóngurinn

Veitingar

Að lokinni tveggja vikna hestaferð komumst við Kristín inn í hámenninguna á Friðrik V á Akureyri. Það siglir fremst íslenzkra veitingahúsa í nýnorræna stílnum. Leggur áherzlu á eyfirzkt hráefni í kryddjurtum, fiski og kjöti og skyri. Það síðasta væri tilefni sérstakrar bloggfærslu. Almennt má segja um Friðrik V, að þar eru nýbreytni og tilraunir í hásæti. Maturinn var allur frábær og þjónusta var fyrsta flokks í klassískum fagstíl. Fátt vantar nema vínþjón. Akureyri slær Reykjavík við með þessum fágæta matstað. Sem býður saltfisk með hömsum og sex tegundir af léreftssíuðu skyri með gamla laginu.