Friður skammstafana

Punktar

Skárra er að skammstafanir fremur en skúrkarnir fái friðarverðlaun Nóbels. Norska stórþingið hefur ítrekað orðið að athlægi. Alþjóða efnavopnastofnunin vann vinnuna sína í aðdraganda samkomulags við Sýrland. Verðlaun til hennar minna á íslenzku fálkaorðuna, sem kontóristar fá fyrir að mæta í vinnuna. Í fyrra fékk Evrópusambandið verðlaunin, þótt efast megi um, að það mæti í vinnuna. Áður var ruglið enn verra. Þá fengu friðarverðlaunin stórglæpamenn á borð við Barack Obama og Henry Kissinger, líka morðóðir Yitzhak Rabin og Menachem Begin. Það hefði lagað stöðuna að velja núna skólastúlkuna Malala.