Friedman gegn Bush

Punktar

Hinn íhaldssami dálkahöfundur Thomas L. Friedman segir í New York Times í morgun að afstaða George W. Bush og ráðherra hans til umhverfismála sé til skammar. Brýnt sé að koma upp kolvetnisskatti og stórhækka verð á benzíni í Bandaríkjunum og halda því háu, þótt grunnverð lækki á alþjóðamörkuðum. Hann mælir með nýjum bílum, sem nota bæði vetni og benzín sem orkugjafa. Friedman telur, að vaxandi bílaeign í Kína og Indlandi muni leiða til hruns náttúrunnar á næstu áratugum, ef ekki verði gripið til ráðstafana núna. Friedman segir, að Bush eigi að taka upp umhverfisstefnu Schwarzenegger.