Af látum íslenzkra og danskra embættismanna má ætla, að ókeypis dagblöð séu meiri háttar vandi, sem fylli póstkassa og kalli á endurvinnslu. Eru þó dagblöð í báðum löndum prentuð á pappír úr sjálfbærum skógum. Ég get ekki litið á það sem böl að fá Blaðið og Fréttablaðið inn um rifuna, enda tekur forstofan lengi við. Þvert á móti verð ég grautfúll, ef annað hvort blaðið kemur ekki, lengi Fréttablaðið og nú Blaðið. Ég held, að vandkvæði fólks af völdum fríblaða séu ofmetin, enda hef ég ekki séð þá kenningu studda neinni heimild úr rannsóknum. Menn þurfa bara að eiga góða póstkassa.