Frítt fyrir alla

Punktar

Fólk, sem vill ekki fara í strætó, vill enn síður borga fyrir það. Nánast allir, sem geta, fara sinna ferða á bíl, hvað sem menn predika. Nú hefur verið prófað að gefa skólafólki frítt í strætó. Margir virðast sætta sig við að fara í strætó upp á þau býti. Skipulagsvitringar telja, að aukin notkun á strætó létti á umferðinni og spari framkvæmdir. Rökrétt framhald þeirrar skoðunar er að gefa öllum frítt í strætó. Sums staðar erlendis er farið að gera það. Tekjutapið ætti að jafnast upp með sparnaði í kostnaði við umferð og mannvirki. Frítt fyrir alla er sanngjarnt næsta skref.