Handfæraveiðar þurfa að verða frjálsar af ýmsum ástæðum. Lyfta sjávarplássum, sem fara halloka. Varðveita gamlan og flottan lífsstíl. Hlífa sjávarbotninum. Höggva minna í fiskistofna en kvótaveiðar gera. Að þær séu frjálsar þýðir samt ekki, að þær eigi að vera ókeypis og án takmarkana. Fela í sér álag á stofna eins og allar veiðar samanlagt. Enda mun frelsið fela í sér mikla aukningu sóknar. Því þarf að setja veiðunum takmörk og varðveita rétt ríkisins til að grípa í tauma við tilgreindar aðstæður. Auðlindagjald kvótaveiða þarf að gilda um handfæraveiðar, kannski með afslætti vegna tilgreindra aðstæðna. Markmið ríkisins er að fá fulla rentu af auðlindinni, af handfærum sem öðrum veiðum.