Munurinn á Blogg.gattin.is og öðrum gáttum er, að hún er opin og henni er ekki ritstýrt. Mbl.is, Visir.is og Eyjan.is eru stýrðar og lokaðar gáttir. Þú notar Blogggáttina, ef þú vilt sjá alla nafngreinda bloggara á einum stað. Ef þú vilt bara sjá tuttugu eða sextíu handvalda bloggara, ferðu líka á Blogggáttina og krossar við nöfn þeirra. Á hinum slóðunum getur þú þetta ekki. Því tel ég, að meiri framtíð sé í Blogggáttinni en öðrum gáttum. Enda er svo komið, að meirihluti markverðra bloggara er utan við samanlagðar gáttir mbl.is, visir.is og eyjan.is. Allir markverðir eru í Blogggáttinni.