Ég er frjáls sem fuglinn. Enginn getur gert mér neitt. Ég er kominn á aldur og hef lagt nóg fyrir, eyddi engu. Get sagt það, sem mér sýnist. Hef ekkert símanúmer og ekkert skiptiborð. Engir æstir valdhafar ná í mig. Þarf ekki að svara fyrir verk annarra. Mér var borgað sem svarar milljón á mánuði fyrir að vera ritstjóri. Það voru skítalaun fyrir erfiða starfsævi. Nú fer ég í fimmtán daga hestaferð, þegar mér þóknast. Fer til útlanda, ef ég nenni. Blogga bara prívat og persónulega um ruglið í þjóðfélaginu. Og leyfi úrillum ekki einu sinni að setja inn athugasemdir. Flott starf.