Frjálshyggja bíður færis

Punktar

Vitum, að frjálshyggjan fól í sér skort á regluverki og eftirliti. Ofsatrúað frjálshyggjulið var sett á toppa Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans og olli hruni þjóðarinnar. Má ekki gleymast í tímans rás. Frjálshyggja er ofsatrú eins og marxisimi og fasismi. Hún á ekkert skylt við hagfræði. Allt er þetta mislukkuð trú á einfaldar lausnir í þjóðmálum. Aðeins sannfærðir trúmenn gátu horft á hrunið gerast án þess að sjá það gerast. Trúræknir eru farnir að greina milli góðrar stefnu og vondra karla. Rétt eins og kommarnir gerðu í gamla daga, þegar þeir gátu ekki lengur afsakað Sovétríkin.