Frjálshyggja er fáokun

Punktar

Frjálshyggjumenn tala minnst um, að fáokun er niðurstaða markaðsvæðingar. Samkeppni er aðeins stunduð meðan verið er að vinza út þrjú fyrirtæki, sem eftir lifa. Þau mynda með sér meðvitað eða ómeðvitað bandalag um að skipta herfanginu. Heitir fáokun, en ekki fákeppni. Einkennir umhverfi íslenzkra neytenda. Aðeins í sölu bíla og fasteigna er frelsi. Í öllu öðru er fáokun. Í dagvöru, benzíni, flugi, tryggingum, raforku og einkum þó í peningamálum. Kenningar frjálshyggjunnar ná ekki yfir eðlilega endastöð hennar sjálfrar. Ísland er heimsins versta okurbúla, bezta dæmið um endastöð frjálshyggju.