Frjálshyggja verður jaðartrú

Punktar

Gallinn við frjálshyggju er, að hún er köld. Hún hefur kennisetningar, sem við sérstakar aðstæður koma einstaklingum illa. Mikil sveifla kann að jafna sig til langs tíma, en hefur óþolandi áhrif á stöðu sumra. Þeir geta ekki fengið lán til íbúðakaupa. Þeir verða að borga háa vexti. Þeir geta ekki selt íbúðir, sem eru orðnar verðminni en skuldirnar. Þetta eru dæmi um, að frjálshyggjan ræður ekki við sveiflur. Hún er of köld og ósveigjanleg trú á formúlur án tillits til hagsmuna lítilmagnans í samfélaginu. Kreppa þessa árs er prófsteinn, sem mun gera frjálshyggju að jaðartrú í efnahagsmálum.