Frjálshyggjan stjórnar enn

Punktar

Græðgi er góð. Fé þarf hirði. Skattar fæla. Verjum athafnaskáldin. Niður með eftirlitsiðnaðinn. Guð blessi Ísland. Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins beið skipbrot í hruninu. Samt er hún enn við völd i bankaheiminum. Gylfi Magnússon sá til þess sem versti bankaráðherra sögunnar. Bankarnir eru enn skipaðir bófum, sem ganga fyrir ofangreindum slagorðum frjálshyggjunnar. Einnig slagorðum útrásarinnar: Skuldir greifa hverfa í Money Heaven. Seld froða og lánuð froða er horfin froða. Því meira tap, því meiri bónus. Bankar eru orðnir sama vítisvél kennitölubrasks og fyrir hrun. Í boði stjórnvalda.