Hinn frjálsi markaður í framleiðslu íbúða tryggir okkur ekki réttar stærðir á réttu verði á réttum tíma. Upp úr aldamótum fylltist allt af risastórum íbúðum, sem nú standa auðar í eigu sjóða. Nú er rætt um að byggja markvisst smáíbúðir fyrir láglaunafólk. Þær munu lenda í eigu fólks, sem leigir þær til ferðamanna á svörtum markaði. Bransinn er ævinlega í allt öðrum gír en þarfirnar. Liðinn er tími Henry Ford, er smíðaði ódýra bíla, sem starfsmenn gætu keypt. Nú byggja nýbúar hús, sem þeir geta ekki búið í. Tenging framleiðslu og nota slitnaði og frjálsi markaðurinn ráfar um dauðadrukkinn. Trúarofsi stefnunnar lifir einn.