Frjálslyndir stjórna borg

Punktar

Sigurvegarar byggðakosninganna í heild voru Vinstri grænir og Frjálslyndir, en Framsókn beið afhroð. Íhaldið stóð sig, þótt það næði ekki meirihluta í Reykjavík, en heldur hallaði á Samfylkinguna, sem glutraði borginni úr höndum sér. Oddaatkvæðið færðist úr höndum arfaflokka Reykjavíkurlistans, ekki í hendur Íhaldsins, heldur til Frjálslyndra, sem sennilega verða hækja hægri stjórnar, þar sem Vilhjálmur verður borgarstjóri og Ólafur læknir forseti borgarstjórnar. Ólafur kom frá hægri inn á græna sviðið og á fremur heima hægra megin í pólitíkinni, þótt hann sé vel grænn.