Varð fyrir vonbrigðum með stefnuskrána. Hafði vænzt þess, að Flokkurinn bæði þar þjóðina afsökunar. Afsökunar á að hafa innleitt blöðruhagkerfið, fylgt því fast eftir og riðið því fram af hengifluginu. Hefði verið verðugur texti þáverandi þingflokksformanns og núverandi flokksformanns. Flokkurinn hefði líka getað klippt á mútustrenginn frá kvótagreifum landsins og gengið í lið með almenningi. Nei, flokkurinn boðar lækkun skatta hinna ofsaríku. Að öðru leyti er skráin froða um aukið sukk. Eina ljósið er, að hún froðufellir ekki lengur út í andófið gegn æðibunugangi í niðurgreiðslu raforku til álvera.