Froðan í klisjum

Fjölmiðlun

Klisja er þolanleg, ef hún nær tilgangi þínum nákvæmlega. Notaðu hana ekki til að skreyta textann eða til að leggja aukna áherslu, þá hefur hún glatað gildi sínu. Ekki segja: “Orðrómurinn barst eins og eldur í sinu um bæinn.” Ekki nota klisju á yfirborðshátt til að blása út einfalda hugmynd. Ekki segja: “Að ári liðnu hafði hinn langi armur laganna náð til hans.” Farðu rétt með klisju. Ekki segja: “Fleygði barninu út með baðkerinu”. Rétt er “Fleygði barninu út með baðvatninu. Ekki segja: “Eins og þjófur úr heiðskíru lofti”. Rétt er “þjófur á nóttu” eða “þruma úr heiðskíru lofti”.