Fróðárheiði

Frá Búðum til Ólafsvíkur.

Þarna var fjölfarið.

Þeir sem komu að norðan eða úr Dalasýslu til skreiðarkaupa út undir Jökul kusu samt frekar að fara Rauðamelsheiði ofan í Hnappadalssýslu. Af því að erfitt var að fara um Búlandshöfða og Ólafsvíkurenni. Það var ekki fyrr en 1961 að kominn var akfær vegur fyrir Búlandshöfða, en hjá Ólafsvíkurenni 1963. Upp á Fróðárheiði að sunnanverðu fara hestamenn í dag ekki þjóðveginn heldur upp Hraunhafnardal upp á Rjúpnaborgir. Niður heiðina að norðanverðu er farinn þjóðvegurinn og komið að Klettakoti. Til Ólafsvíkur er svo farið meðfram Bugsvaðli. Syðst á heiðinni heitir Knarrarfjall og Knarrarklettar. Þar hafa margir hrapað fram af er þeir hafa villst af leið á Fróðárheiði.

Byrjum við þjóðveg 54 hjá Hraunhöfn innan við Búðir á Snæfellsnesi. Þaðan förum við upp Hraunhafnardal norðan við þjóðveg 54. Komum á veginn sunnan undir Miðfelli í 360 metra hæð. Fylgjum honum norður heiðina og niður Fróðármúla. Niðri í dalnum tökum við stefnu af veginum norður á Klettakot, síðan vestur með Bugavaðli að sunnanverðu og loks í Ólafsvík.

17,0 km
Snæfellsnes-Dalir

Skálar:
Fróðárheiði: N64 51.170 W23 30.470.

Nálægar leiðir: Kambsskarð, Búlandshöfði, Jökulháls, Ennisdalur, Ólafsvíkurenni.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort