Vigdís Hauksdóttir færir sig upp á skaftið. Vill reka opinbera starfsmenn, sem ekki eru Framsókn þóknanlegir. Leggur til, að Eiríkur Bergmann Einarsson verði rekinn frá Bifröst. Hótar að skera niður framlög til Ríkisútvarpsins, láti það ekki af meintri andstöðu við stefnu Framsóknar. “Ég er náttúrulega í þessum hagræðingarhópi” segir hún og vísar þar til valds síns þar. Vigdís hefur verið mönnum skemmtiefni, þegar bilaðir frasar renna viðstöðulítið upp úr henni. En hún er ekki venjulegur jóker, heldur hættuleg lýðræðinu. Hún er kolsvart dæmi um þjóðrembu og siðblindu hins ömurlega bófaflokks Framsóknar.