Economist notar Ísland sem víti til varnaðar. Bretar eigi ekki að segja sig úr Evrópusambandinu, það sé of dýrt. Blaðið bendir á, að Evrópska efnahagssvæðið hafi engin áhrif á lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Verði þó að lúta þeim til að halda tollfríðindum sínum. Aukakostnaður verði 1% af landsframleiðslu Breta. Sennilega verður Economist ekki að ósk sinni. Síðustu árin hefur ESB ítrekað lent í vandræðum, sem það hefur ekki ráðið við. Framkvæmdastjórar þess eru ekki fyrsta flokks og finna engar lausnir. Ekki á skuldum Grikkja og ekki á landhlaupi múslima. Þess vegna er Evrópusambandið hataðra en nokkru sinni fyrr.