Sumir tæknifróðir fabúlera um kostnað við rekstur bíla framtíðarinnar. Þeir eru allir frosnir í núinu. Miða við núverandi álögur á bíla og orkugjafa. Ef metan-bílar njóta í andartakinu betri kjara en benzínbílar, extrapólera þeir til enda veraldar. Ef metan-bílar borga minna fyrir orku en benzínhákar, extrapólera þeir það til enda veraldar. Samt fer verð á bílum og orku ekki eftir útreiknuðum kostnaði seljandans. Það fer eftir þörf ríkisins fyrir skatta. Ef metan-bílar verða almennir í samfélaginu, byrjar ríkið að hlaða á þá sköttum og hlaða sköttum á orkuna. Núið heldur aldrei áfram endalaust.