Vísindamenn við Kaliforníuháskóla í San Diego hafa búið til tölvuforskrift, sem líkir eftir áhrifum frosts og þíðu og frostlyftingar á yfirborð lands, hvernig þetta myndar frosthringi og frostrendur á löngum tíma, kannski hundruðum ára, í köldum löndum á borð við Ísland. Í tölvunni sáu menn aðskilnað efnisins. Stærstu steinarnir fluttust smám saman yzt og fínlegasta efnið varð eftir innst. Í hallandi landi myndast skarir, en steinhringir í flötu landi, misjafnir að stærð og lögun eftir stærð og fjölda steina. Hringirnir eru frá nokkrum sentimetrum upp í einn metra í þvermál. Sumir aðrir vísindamenn telja niðurstöðu tölvuhermisins ekki útiloka, að aðrir áhrifaþættir séu í myndinni, svo sem iðustraumur vatns í jarðveginum vegna misjafns eðlismassa. Frá þessu var sagt í New York Times í gær.