Frosti Sigurjónsson hefur sagt af sér sem ritstjóri fésbókarsíðu, sem hann stofnaði til höfuðs Ríkisútvarpinu. Þar birtist furðulegur munnsöfnuður um þá stofnun, sem samkvæmt könnunum MMR nýtur meira trausts en aðrar. Frosti lét undir höfuð leggjast sem ritstjóri að hafa hemil á sjúklingum sínum. Stuðlaði með síðunni að hatri sjúklinganna. Nú segir hann, að ritstjórnin samrýmist ekki nýrri stöðu hans sem alþingismanns. Segir sig frá ritstjórn, en upplýsir ekki, hver tekur við soranum. Þetta er gott, svo langt sem það nær. Það er vitanlega skref í rétta átt, að Frosti fatti ritstjóravandann.