Frumlegt bókhald forseta

Punktar

Samkvæmt frumlegu bókhaldi forsetans notaði notaði hann 60.146 krónur í ferð til Zagreb. Til að stýra landsliði Íslands gegn Króatíu í fótbolta. Líklega hefur hann notað vildarpunkta ríkisins, því ódýrasta fargjaldið er 90.000 krónur með einni hótelnótt. Kannski fékk hann inni á farfuglaheimili. Gaman væri að frétta nánar af raunverulegu innihaldi ferðarinnar, flugkostnaði og gistigjaldi. Og kannski matarkostnaði, nema hann hafi haft skrínukost að heiman. Á mynd sást hann éta með landsliðinu, kannski hafa boltaskrákar aumkast yfir hann svangan. Frumlegt bókhald leynir fleiru en það upplýsir.