Ríkisstjórnin er við sama heygarðshornið í nýju fjárlagafrumvarpi. Áfram eru auðgreifar í forgangi og fá dálitla skattalækkun. Ráðherrarnir hafa látið telja sér trú um, að þar sé vandinn mestur. Ekki sér móta í frumvarpinu fyrir drýldni Eyglóar um átak í húsnæðismálum. Að venju er þar allt í orði og fátt á borði. Velferð er áfram á undanhaldi í frumvarpinu og heldur ekki í við verðbólguna. Ekki er heldur gert ráð fyrir kostnaði við digurbarkalegar yfirlýsingar um framkvæmdir á ferðamannastöðum. Í öllum megindráttum er fjárlagafrumvarp Bjarna Ben allt annað frumvarp en það, sem Sigmundur Davíð lýsti í stefnuræðu sinni.