Frumvarp Stóra bróður

Punktar

Valdakerfið hyggst banna birtingu skoðanakannana á kjördegi og daginn fyrir kjördag. Þetta fasistíska frumvarp er samið að vilja allra flokka á Alþingi. Skoðanakannanir eru samkvæmt frumvarpinu skoðanamyndandi. Svo er raunar um allar fréttir. Valdakerfið ætti þess vegna að banna þær allar. Einfaldara en pikka burt einmitt þær fréttir, sem hingað til hafa hindrað lygar spunakarla flokkanna. Samþjöppun eignarhalds er líka nefnd, en hún er vandamál allra frétta, ekki bara þessara. Annað efni frumvarpsins er rugl, svo sem bann við hatri og hörku í fréttum. Stóri bróðir belgist út og tjáningarfrelsi rýrnar.