Frumvarpið er klúður

Punktar

Kvótafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar er ekki frumvarpið, sem stjórnin lofaði í sáttmála sínum. Og engan veginn það sem þjóðin vildi. Hvorki eru veiðiheimildir fyrndar né boðnar út á markaði, heldur fá greifarnir tuttugu ára heimild. Þetta er ekki sátt við þjóðina, Steingrímur hefur einfaldlega klúðrað málinu. Þar á ofan er orðið of seint að afgreiða málið, því að fúsk hans hefur tekið óheyrilegan tíma. Svo sterk eru tök Samherja og annarra kvótagreifa á pólitíkinni. Þjóðin eignast ekki auðlindir sínar að sinni. Ekki fyrr en öllum fjórflokknum hefur endanlega verið úthýst í kosningum.