Frystum afneitarana

Punktar

Fyrir næstu kosningar er mikilvægt að fella af framboðslistum alla þá, sem líklegir eru til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Til dæmis Magnús Orra Schram, sem opinberlega dreymir um nýja blöðrustjórn með hruni. Því miður eru nokkrir í þingflokki Samfylkingarinnar, sem geta hugsað sér samstarf við firrtan Flokkinn. Hreinsa þarf Samfylkinguna af öllu slíku. Einnig þarf að gæta þess, að í efstu sætum nýrra framboða verði enginn, sem getur hugsað sér samstarf við siðblindan Flokkinn. Mikilvægasti þáttur stjórnarmyndunar eftir næstu kosningar verður að útiloka afneitarana. Frystum þá varanlega.