Því minna sem fjallað er um Davíð Oddsson í hefðbundnum fjölmiðlum, þeim mun meira er fjallað um hann í blogginu. Bent er á það afrek hans að hljóta tvenn verðlaun í senn. IgNoble fábjánaverðlaun Harvard-háskóla og sæti á lista Time Magazine yfir mestu efnahagslegu hryðjuverkamenn heims. Hvort tveggja vegna stjórnar hans á Seðlabankanum. Davíð er fúll yfir umfjöllum bloggsins. Meðan erlendir sérfræðingar ráðleggja ritstjórum dagblaða að faðma að sér bloggið, sendir Davíð því skæting í leiðara Moggans. Stafar af prívathagsmunum hans. Mogginn verður tæki Davíðs til að breyta fortíðinni.