David Mindich prófessor í blaðamennsku skrifar um samskipti við nemendur út af því, að löggan handtók þá fyrir ölvun og uppistand á almannafæri. Nöfnin birtust í staðarblaðinu að bandarískri venju. Það þótti þeim afleitt, rétt eins og stúdentum mundi finnast hér. Mindich lýsir tilraunum sínum til að segja þeim, að nafnbirting sé eðlileg, til dæmis svo að öðrum stúdentum sé ekki kennt um fylleríið. Auk þess sé nafnbirting hluti af staðfestingum lífsins, hluti af formúlunni: Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo. Hann segist þó ekki hafa sannfært nemendurna.