Nigel Farage og Sjálfstæðisflokkur hans unnu mikinn sigur í kosningunum til sveitarstjórna í Bretlandi. Farage er einnig þingmaður í Evrópuþinginu og heldur þar frábærar ræður gegn framkvæmdastjórum bandalagsins, einkum gegn José Barroso. Farage er ólíkur öðrum pólitíkusum, sem sífellt reyna að gera sig merkilega. Hann er alþýðlegur, gæti verið maðurinn, sem þú vilt hitta á brezku kránni. Orðheppinn með afbrigðum, svo sem má sjá af myndskeiði, þar sem hann leikur Barroso sundur og saman í nöpru háði. Farage hefur það, sem pólitíkusa sárlega vantar, tilfinninguna fyrir, að pólitík sé bara leikur.