Jóhanna Sigurðardóttir, þingflokkur og talsmenn Samfylkingarinnar í blogginu eru sátt. Gylfi Magnússon bankaráðherra veitti fullnægjandi upplýsingar um ólöglegu gengistrygginguna og verður áfram ráðherra. Mikið væri gaman, ef við hin fengjum fullnægjandi upplýsingar. Sjálfur hef ég reynt að skilja málið og sé ekki betur en að Gylfi sé að snúa út úr og snúa sér í hringi í útúrsnúningi. Samkvæmt útúrsnúningnum misskildi hann spurningu þingmanns og var óskýr í þingræðu. Málið snýst hins vegar um, að Gylfi lét alla halda, að lánin væru lögleg. Gerði engar gagnráðstafanir. Er bara þreyttur á starfinu.