Íslendingar hafa lítið lært af hruninu. Gott væri, ef allir skildu, að bezt er að spara fyrst og láta peningana verða til. Hætta hins vegar að líta á útborgun sem afl þeirra hluta, sem gera skal. Kaupa til dæmis bílinn, þegar þú átt fyrir honum, en ekki þegar þú átt bara fyrir útborgun. Margir telja enn, að eðlilegt sé að fá afslátt af skuldum út á forsendubrest. Enn aðrir, að skuldirnar eigi bara að skilja eftir í útlandinu og segja bless við þær. Þessi brenglaða hugsun er ávísun á nýtt hrun. Því meira sem gælt er við hana, þeim mun síðar fullorðnast þjóðin í umgengni við peninga og eignir.