Þingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa gefizt upp í kvótamálinu. Niðurstaða þessa mikla hugsjónamáls verður neikvæð. Kvótagreifar fá kvótann til tuttugu ára í stað eins árs í senn, sem áður var. Þar á ofan fá þeir milljarða í sinn hlut. Fara í að kaupa einkaþyrlur, safna í reikninga á Tortola og Kýpur og fjármagna útgerð erlendis. Fara ekki í endurnýjun sjávarútvegs hér heima fyrir, ekki frekar en fyrri daginn. Alþingi er að gera ósæmilegt frumvarp ríkisstjórnarinnar enn verra. Nú á Alþingi bara eftir að gefast upp fyrir málþófi um stjórnarskrá til að öll stóru framfaramál þjóðarinnar séu dauð.