Fullveldið er flotið burt

Punktar

Hermál Íslands hafa áratugum saman verið í Washington, fjórðungur af fullveldi þjóðarinnar. Löggjöfin og reglugerðirnar og dómsmálin eru komin til Bruxelles, samtals helmingur af fullveldi þjóðarinnar. Við erum enn með framkvæmdavaldið og efnahagsvaldið að hluta á innlendum herðum, temprað af öllum þeim sáttmálum og samþykktum, bandalögum og stofnunum, sem við erum aðilar að úti í heimi. Ef við gætum losnað við Seðlabankann og krónuna, erum við komin í ódýrt lánsfé. Það gerist því miður ekki fyrr en við göngum í Evrópusambandið. En þá fer loksins að verða líft fyrir veruleikafirrtum stjórnmálamönnum að séríslenzkum hætti.