Fullveldið og ábyrgðin

Punktar

Ekki reynir á forseta Íslands að svo miklu leyti sem hefðbundin stjórnmál vísa þverpólitískum deiluefnum til þjóðarinnar. Aðild að Evrópusambandinu fer til þjóðarinnar, sem ákveður niðurstöðuna. Ný stjórnarskrá þarf að fara í þjóðaratkvæði, enda hafa hefðbundin stjórnmál ekki getað samið hana. Sé torleystur pólitískur ágreiningur um þjóðareign á veiðikvóta og arð hennar, á hann að fara í þjóðaratkvæði. Ýmis mál hafa verið, eru og verða svo illvíg og þverpólitísk, að þjóðaratkvæði er brýnt. Hvort sem þjóðin er heimsk eða greind, þá er fullveldið þar. Og ábyrgðin, þegar öllu er á botninn hvolft.