Fullyrðing um einelti

Punktar

Hef ekki séð dæmi um einelti fjölmiðla í garð þjóðkirkjunnar, sem Örn Bárður Jónsson prestur fullyrti. Þyrfti fyrst að sjá eitt dæmi. Enn síður sé ég, að fjölmiðlar hafi fjallað óvandað um siðferðisbrenglun kirkjunnar. Hún á bara að passa sig betur. Örn Bárður getur sagt upp fjölmiðlum öðrum en Ríkinu og býður því fávíslegan brandara um það efni. Menn geta hafnað fjölmiðlum rétt eins og ríkiskirkjunni. Fjölmiðlar hafa flutt eðlilegar skoðanir um, að Karl biskup Sigurbjörnsson segi af sér. Hefur höndlað siðferðisbrenglun kirkjunnar heimskulega og hrakið fólk burt. Örn Bárður er bara alls ekki með á nótunum.