Fullyrðingum trúað

Punktar

Almenningur er trúgjarn eins og blaðamenn. Menn hneigjast að trausti á því, sem sagt er, jafnvel þótt reynslan eigi að segja þeim, að ekki má taka mark á voldugum álitsgjöfum. Bandaríkjastjórn er sérfræðingur á þessu sviði, stöðugt að fullyrða eitthvað um vonzku meintra óvina sinna. Hún sagði okkur, að Saddam Hussein hefði gereyðingarvopn og styddi hryðjuverkamenn til árása á Vesturlönd. Nú segir hún okkur, að Sýrland láti drepa stjórnmálamenn í Líbanon og að Íran sé að fela atómvopn. Reynslan á að kenna okkur að hafna slíkum fullyrðingum. Þær eru tæki í valdabaráttunni í heiminum.