Fullyrt út í loftið

Punktar

Formlega séð eru viðbrögð ríkisstjórna Bretlands og Hollands sögð leyndó. Ríkisstjórnin segir stjórnarandstöðuna bregðast trúnaði. Samt er stjórnin sjálf á fullu við að útskýra viðbrögðin og túlka þau. Slíkt er ómarktækt í pólitíkinni. Ríkisstjórnin gæti verið að ljúga því öllu, samanber fyrri umferð IceSave. Frammistaða hennar þá gefur ástæðu til að taka með varúð hverju einasta orði, sem hún segir núna. Reynir að fullyrða, að viðbrögðin séu bara hugleiðingar og rabb, sem hafi ekkert gildi. Sýnir samt ekki einn einasta stafkrók því til sönnunnar. Við skulum því búast við hinu versta.