Fúlsað við fiski?

Punktar

Bandaríski prófessorinn Jared Diamond hefur gefið út bók, “Collapse: How Societies Choose to Fail or Survive”, þar sem hann heldur fram, að Grænlendingar hinir fornu hafi dáið út, af því að þeir voru svo hortugir, að þeir vildu ekki borða fisk, hafi heldur viljað éta hundana sína. Guardian er svo hrifið af kenningu hans, að blaðið tók hana upp í leiðara á laugardaginn. Ekki veit ég, hvar hinn verðlaunaði prófessor hefur fundið heimildir sínar, en vitað er, að Íslendingar á þeim tíma veiddu fisk og átu. Hafa má kenninguna að dæmi um, oft eru búnar til hátimbraðar kenningar á mjóum þvengjum.