Almennur fögnuður er yfir heimkomu Ásmundar Einars Daðasonar í Framsókn. Nú hættir hann að ráfa hálfsofandi um Alþingi án þess að finna nefndafundi. Þingflokkur Framsóknar setur á hann staðsetningartæki til að beina honum rétta leið um þinghúsið. Mestur er fögnuðurinn hjá Vinstri grænum, sem sjá nú horfna hættuna á, að hann villtist til baka. Greindarvísitalan hefur hækkað í báðum flokkum við vistaskiptin. Óvist er, hvar hin tvö villuráfandi lenda í flokki. Engin leið er að ráða í Atla Gíslason. En Lilja Mósesdóttir endar væntanlega í sama flokki æðri miðstéttar og Tryggvi Þór Herbertsson.