Silkihúfufundurinn í París er öðrum þræði vettvangur mengunarfyrirtækja til að ljúga upp ævintýrum um sinn græna lit. Eitt þessara fyrirtækja er Landsvirkjun, sem notar fundinn til að auglýsa íslenzka orku á spottprís gegnum kapal. Á sama tíma eru umhverfissinnar teknir til fanga og þeim meinað að tjá sig. Nær væri, að Ísland notaði orku sína til að spara olíu í bílum og öðrum flutningatækjum. Loka ætti álverum í stað þess að spilla náttúrunni í þágu kapals til Evrópu. Nýta þá orku til að gera Ísland að grænu ríki. Silkihúfufundurinn í París staðfestir, að stjórnir ríkja jarðar hafa engan minnsta áhuga á umhverfisvernd.