Leiðtogar heimsins ákváðu í símtölum í gær, að umhverfisfundur Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn mundi ekki ná árangri. Hvorki Bandaríkin né stærstu þróunarríkin vilja fallast á takmarkanir á útblæstri skaðlegra lofttegunda. Í staðinn er stefnt að fundi eftir ár, líklega í Mexikóborg. Fundurinn í Kaupmannahöfn verður gagnslaust kjaftæði. Vinir umhverfisins verða vafalaust ekki sáttir við þessa þróun mála. Munu láta í sér heyra í Kaupmannahöfn. Þetta sýnir, að Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur reynzt alveg ófær sem heimsleiðtogi. Þótt dísæt ræðumanna-froðan velli viðstöðulaust upp úr honum.