Furðufuglinn í Amnesty

Punktar

Formaður Íslandsdeildar Amnesty er Hörður Helgason, ritstjóri Vefþjóðviljans, sem vill leggja niður Mannréttindaráð, talar gegn mannréttindum, gerir grín að umræðu um pyntingar Bandaríkjahers og hæðist að tillögum um að leggja stein í götu vændis. Óvinurinn sjálfur er semsagt formaður mannréttindafélagsins fræga. Það má telja séríslenzka fyndni. Kannski er þetta sú fjandsamlega yfirtaka, sem er einkenni auðhyggju í dauðateygjunum. Verzlunarmannafélagið hafði innri styrk til að losna við formennsku kolruglaðs „viðskiptasiðfræðings“ úr viðbragðssveit Heimdallar. Líklega losar Amnesty sig við hinn furðufuglinn yzt af hægra jaðri.