Furðugröf birtast

Punktar

Undanfarið hafa birzt undarlegar excel töflur og gröf, sem virðast sýna gott ástand. Hentugt fyrir þá, sem annars þyrftu að horfa á veruleikann. Við munum eftir dæmi frá Hagstofunni um nánast engan landflótta ungs fólks. Dæmum frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni um frábæra stöðu Landspítalans. Bent hefur verið á, að allt eru þetta falsaðir og rangir útreikningar. Nú síðast eru tölur í Mogga um, að laun lækna og hjúkrunarkvenna séu hærri hér en á norðurlöndunum. Fréttin er raunar unnin undir sérstakri ritstjórn Samtaka atvinnulífsins. Talnafalsanir eru ört að eflast. Skynsamlegt er fyrir fólk að horfa frekar á raunveruleikann.