Furðuleg fundarstjórn

Punktar

Forseti Alþingis leyfir brennuvörgum hrunsins að halda uppi málþófi á þingi. Eftir hálfs árs þjark er kominn tími til að afgreiða IceSave. Þar er bara verið að þrífa rústirnar eftir brennuvargana. Í Bandaríkjunum mundi fundur standa dag og nótt unz brennuvargarnir eru allir búnir að endurtaka sig hundrað sinnum. Fráleitt er að fresta þingfundi um miðnætti hvað eftir annað. Svona skrípafundir í þágu brennuvarga eiga að standa linnulaust dag og nótt, unz þeim er lokið. Með því að leyfa brennuvörgunum að tefja málið hvað eftir annað er forseti Alþingis að taka þátt í niðurlægingu Alþingis.