Furðuleg spurning barnsins

Fjölmiðlun

Furðulegt var að heyra viðtal stúlkubarns á sjónvarpinu við Ármann Snævarr, rektor emeritus. Hún spurði, hvers vegna í ósköpunum 88 ára gamall maður væri að semja fræðirit. Auðvitað stakk Ármann upp í barnið, sagðist vera á bezta aldri. Það er furðuleg árátta í samfélaginu að afskrifa fólk, sem er að ná fullum þroska. Margt ungt fólk telur sig vita allt og geta allt. Sjálfstraust þess er botnlaust og því sekkur það bara og sekkur. Sjónvarp er þeim annmörkum háð, að þar er ráðið fólk út á fegurð og sílikon, en ekki út á getu. Mín reynsla er sú, að ég byrjaði að fullorðnast eftir fimmtugt.