Furðuleg velgengni

Punktar

Hvar sem ég hitti Evrópumenn, sem fylgjast með, eru þeir undrandi yfir gengi Íslendinga aðeins fjórum árum eftir hrun. Allar hagtölur eru á dúndrandi uppleið. Velsældin leynir sér ekki í neyzlu fólks, utanferðum og eyðslusemi. Þessu hefði enginn spáð fyrir fjórum árum, þegar Ísland varð gjaldþrota á vakt Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma eru aðrir í tómum vanda. Jafnvel Írar eru ekki komnir á beinu brautina, svo ekki sé talað um Grikki. Spánverjar ekki búnir að bíta úr nálinni. Samt borgar Þýzkaland í gríð og ergi. Fjármál og efnahagsmál okkar eru til fyrirmyndar, þótt sumt annað hafi mistekizt.